Við erum
vefhönnunin þín
Við bjóðum upp á
Heimasíðugerð
Falleg hönnun grípur augað. Þetta vitum við og því eru kröfurnar okkar háar, þegar kemur að því að hanna fallegar heimasíður.
Við heimasíðugerð leggjum mikinn metnað í að hanna vefsíður sem eru stílhreinar, einfaldar og notandavænar. Við vitum að það skiptir meginmáli við að laða fram jákvæða ímynd af fyrirtækinu þínu. Vefheimar eru í stöðugri þróun og það skiptir því okkur miklu máli að fylgjast með öllu því nýja sem kemur á markaðinn varðandi heimasíðugerð.


Vantar þig
Fallega netverslun
Aðlaðandi, notendavæn og aðgengileg netverslun dregur að sér viðskiptavini. Þess vegna skiptir miklu máli hvaða upplifun grípur gesti sem koma inn á vefinn. Á sama hátt og við viljum að verslunin okkar taki fagnandi á móti viðskiptavinum sem ganga inn, þá viljum við að sjálfsögðu að netverslunin okkar bjóði þá velkomna þegar þeir koma inn á verslunarsvæðið okkar.
Ferli
vefhönnunar
01
Þarfagreining
02
UPPSETNING Á gRIND
03
Áttu lén – fyrirtæki.is
04
Efni
05
Hönnun og þróun
06
Hýsing og þjónusta
07
Nota
Hvað þýðir þetta
ferli

Við uppsetningu á vefsíðu
Er ekki nóg að skella sér bara í það að henda upp vef. Því það sannast alltaf aftur og aftur að ef við gerum bara eitthvað, þá fáum við bara eitthvað. Aftur á móti ef við vitum hvað við erum að fara að gera, þá verða hlutirnir markvissari og skilvirkari.
Þarfagreining er ferli þar sem við finnum út hvað það er sem viðskiptavinurinn vill og hvað það er sem hann þarf. Það er ekki endilega alltaf sami hluturinn. Í framhaldi af því setjum við upp grind af útliti vefsins – oft kallað Wireframe. Það er útlit vefsins án lita, texta og mynda. Það má líkja þessu við að listmálari byrjar á að gera blýantsuppkast áður en hann byrjar á verkinu sjálfu.
Flest fyrirtæki en ekki þó öll eiga sitt eigið lén, það er fyrirtæki.is. Það er eitthvað sem er nauðsynlegt að eiga ef fyrirtæki ætla að markaðssetja sig á internetinu. Við getum tekið að okkur að kaupa lén og sjá um hýsingu á því.

Uppsetningin
Við þurfum að fá allt efnið í tölvutæku formi, tilbúið til innsetningar á vefinn, nema samið sé um annað í upphafi. Sömuleiðis er alltaf spurning hvort að við eigum að taka að okkur að sjá um myndefnið eða hvort við fáum það tilbúið frá viðskiptavini.
Þegar efnið hefur svo skilað sér til okkar, er farið í að hanna og þróa vefinn út frá grindinni sem var samþykkt af viðskiptavininum. Þegar viðskiptavinurinn er orðinn sáttur, er heimasíðunni skilað til hans.
Í framhaldi þarf að hýsa vefsíðuna einhvers staðar og þar getum við líka verið til staðar. Við bjóðum upp á hýsingu á vefþjónum sem sérstaklega eru skilgreindir fyrir WordPress vefumsjónarkerfið, sem við vinnum mest í.
Einnig þarf í framhaldinu að sjá um uppfærslur á vefsíðunni, setja inn efni, halda utan um samfélagsmiðlana, vinna fréttabréf og fleira.
Þar kemur inn þjónustan okkar sem heitir Stafrænn aðstoðarmaður. Hún hentar mörgum fyrirtækjum og eru viðskiptavinirnir okkar mjög ánægðir með þessa þjónustu og nýta hana óspart.