Við erum

vefstjórinn þinn

Við bjóðum upp á

Vefstjórn

Vefstjóri ber ábyrgð á að viðhalda vefsíðu fyrirtækja. Það felur meðal annars í sér að fylgjast með uppfærslum, prófa hraða, finna leiðir til að auka umferð, leysa vandamál og bregðast við öryggisvandamálum sem koma upp.
Í sumum tilfellum sér hann um að búa til efni á síðuna en annars yfirfer hann efni sem á að fara þangað og passar upp á að það sé upp sett í samræmi við stíl fyrirtækisins og þannig að það virki sem best fyrir leitarvélar.
Vissir þú að leitavélar eru hrifnari af vefsíðu þar sem reglulegar breytingar eiga sér stað, stórar eða smáar, heldur en heimasíðu sem er sett í loftið og látin vera þar óbreytt.

Vantar þig

Vefumsjón

Við erum vefstjórinn þinn
Sinntu því sem þú gerir best og láttu okkur sjá um vefmálin.
Við erum með eftirfarandi pakka í boði:

Hér er

Þjónustupakkinn

Þú getur fengið okkur til að sjá um vefsíðuna þína að hluta til eða að öllu leyti, hvort sem við höfum gert síðuna eða ekki.
Leitarvélarnar elska breytingar og uppfærslur á efni vefsíðna og því skiptir miklu máli að vera með lifandi heimasíðu.
Sama gildir um netverslanir. Mikilvægt er að uppfæra vörur og vörulýsingar reglulega til að fá sem mest út úr leitarvélunum.
Viðskiptavinir geta tekið áskrift af ákveðnum tímafjölda á mánuði á betra verði.

Við getum:
 • Séð um uppfærslur á vefkerfi (WordPress) og viðbótum (plugins)
 • Verið tilbúin með stuttum fyrirvara þegar upp koma vandamál
 • Lesa yfir efni sem þú sendir okkur
 • Setja inn efni sem þú sendir okkur
 • Vinna myndir með efninu
 • Samið texta út frá punktum sem þú sendir okkur
 • Séð um breytingar
 • Séð um stafræna hluta netverslunarinnar þinnar
 • Forgangur á þjónustu
Þetta er svo

Öryggispakkinn

Að vera með vefsíðu er eins og að vera með fasteign.
Ef það er ekki hugsað um hana, þá grotnar hún niður og gerir það auðveldara fyrir óprúttna aðila að komast inn á hana og eyðileggja. Það er mikilvægt að viðhalda síðunni og halda henni og viðbótum, alltaf vel uppfærðum.
Í flestum tilfellum eru uppfærslur ekki neitt stórmál, en af og til geta komið uppfærslur sem valda breytingum á vefnum þínum, sem þarf að laga. Þegar við uppfærum, er gengið úr skugga um að ekkert hafi farið úrskeiðis.

Einnig er mjög mikilvægt að passa upp á að eiga alltaf til afrit af síðunni ef eitthvað kemur upp á. Við nefnilega tryggjum ekki eftir á.

Öryggispakkinn felur í sér að við förum reglulega inn á stjórnborðið, uppfærum vefinn og viðbætur, auk þess að passa upp á að til sé nýlegt afrit af vefnum.

Við sjáum líka um

vefhýsingu

Þegar við erum með vefsíðu, hvort sem það er heimasíða eða netverslun, þá þarf að hýsa hana einhvers staðar, svo hún sé aðgengileg á netinu.
Við bjóðum upp á hýsingu á góðu verði, með framúrskarandi þjónustu, á vefþjónum sem eru uppsettir fyrir WordPress hýsingu og eru með hámarks öryggi.

En hvernig eru þá

Pakkarnir

Öryggispakki 1
 • Séð um uppfærslur á vefkerfi (WordPress) og viðbótum (plugins)
 • Yfirfara síðuna reglulega og sjá til að allt virki rétt
 • Sjá til þess að það sé til nýlegt afrit af vefnum.
Þjónustupakki 1
 • Allt í öryggispakka 1
 • Verið tilbúin með stuttum fyrirvara þegar upp koma vandamál
 • Lesa yfir efni sem þú sendir okkur
 • Setja inn efni sem þú sendir okkur
Þjónustupakki 2
 • Allt í þjónustupakka 1
 • Vinna myndir með efninu
 • Semja texta út frá punktum sem þú sendir okkur
 • Sjá um breytingar
 • Séð um stafræna hluta netverslunarinnar þinnar
 • Forgangur á þjónustu
Umsagnir
Hvað segja viðskiptavinirnir?
Félag eldri borgara í Hafnarfirði lýsir yfir mikilli ánægju með samstarf við Vefskjól. Fyrirtækið hefur séð um uppbyggingu heimasíðu félagsins febh.is og samtengt hana við samfélagsmila. Síðurnar hafa vakið athygli fyrir fagmennsku. Við höfum komið öllum upplýsingum á framfæri þegar við þurfum þar sem þjónustulund Lilju og Stefáns er einstök.
Valgerður Sigurðardóttir
Formaður félags eldri borgara í Hafnarfirði
Ég hef verið viðskitavinur hjá Vefskjól undanfarin 10 ár. Á þeim tíma hafa þau hannað þrjár heimasíður fyrir mitt fyrirtæki, þau hýsa síðurnar mínar, eru vefstjórar og eru stafrænir aðstoðarmenn mínir. Í öll þessi ár hafa þau alltaf boðið upp fljóta, góða og persónulega þjónustu. Leyst öll mín vandamál ef þau koma upp, hratt og vel. Gott að vinna með þeim í að hanna síður, þau taka óskum og hugmyndum vel og ná alltaf að útfæra þær hugmyndir sem ég óska eftir.
Öll samvinna og þjónusta til fyrirmyndar, ég mæli 100% með Vefskjól.
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir
Eigandi / iðjuþjálfi – Lífsbrunnur ehf
má bjóða þér

þjónustu pakka

Nafn fyrirtækis *
Kennitala fyrirtækis
Nafn tengiliðs *
Netfang tengiliðs *
Þjónusta *
Upphæð á mánuði
Samtala án vsk: 
0.00
 kr

Innifalið í hýsingu

 • Frítt SSL skírteini
 • 1 gagnagrunnur
 • 1 lén (fyrirtæki.is)
Fjöldi tíma á mánuði
Hvað viltu marga tíma fyrir stafræna aðstoð í áskrift á mánuði?
Stafræn aðstoð

Að vera með vefsíðu er eins og að vera með fasteign.
Ef það er ekki hugsað um hana, þá grotnar hún niður og gerir það auðveldara fyrir óprúttna aðila að komast inn á hana og eyðileggja. Það er mikilvægt að viðhalda síðunni og halda henni og viðbótum, alltaf vel uppfærðum.

Innifalið í öryggispakka

 • Frítt SSL skírteini
 • 1 gagnagrunnur
 • 1 lén (fyrirtæki.is)
 • Dagleg afritun
 • Árásarvörn á vefsíðu
 • Vöktun á niðritíma
 • Amapóstvörn vefsíðu
 • Vírkuskönnun vefsíðu
 • Reglulegar öryggisuppfærslur á kerfi og viðbótum

Við getum séð um vefsíðuna þína að hluta til eða að öllu leyti, hvort sem við höfum gert síðuna eða ekki. Leitarvélarnar elska breytingar og uppfærslur á efni vefsíðna og því skiptir miklu máli að vera með lifandi heimasíðu.

Innifalið í þjónustupakka

Þjónustupakki 1 inniheldur 1klt vinnu á mánuði
Þjónustupakki 2 inniheldur 2klt vinnu á mánuði

 • Hýsing
 • Frítt SSL skírteini
 • 1 gagnagrunnur
 • 1 lén (fyrirtæki.is)
 • Dagleg afritun
 • Árásarvörn á vefsíðu
 • Vöktun á niðritíma
 • Amapóstvörn vefsíðu
 • Vírusskönnun vefsíðu
 • Reglulegar öryggisuppfærslur á kerfi og viðbótum
 • Við erum tilbúin með stuttum fyrirvara þegar upp koma vandamál
 • Lesa yfir efni sem þú sendir okkur
 • Setjum inn efni sem þú sendir okkur
 • Vinnum myndir með efninu
 • Semjum texta út frá punktum sem þú sendir okkur
 • Sjáum um breytingar
 • Getum séð um stafræna hluta netverslunarinnar þinnar
 • Forgangsþjónusta