Staðlaði pakkinn "stærri"

 • Uppsetning síðustu vefsíðu tók kannski mánuði eða meira að sjá dagsins ljós.
  Nú þarftu ekki að bíða svo lengi. Með staðlaða pakkanum stærri getur þú fengið faglega, fallega, hraðvirka síðu, tilbúna fyrir leitarvélabestun, á innan við mánuði.
 • Á meðan þú gerir það sem þú gerir best, sjáum við um að setja upp síðuna fyrir þig.Að setja upp vefsíðu í þessum pakka tekur á bilinu 2-4 vikur, allt eftir umfangi síðunnar.
 • Meðan við setjum upp síðuna fyrir þig, þá er áherslan algjörlega á þinni síðu, án nokkurra truflana.
 • Við leggjum áherslu á að setja upp sem fullkomnasta vefsíðu fyrir þinn rekstur og vegna þess að þú ert með allt tilbúið, tekur verkið aðeins þennan tíma.
 • Þú hefur kannski hingað til unnið síðuna þína sjálf/ur eða verið að greiða stórfé fyrir uppsetningu. Nú getur þú fengið faglega uppsetta vefsíðu, hratt og aðeins fyrir brot af þeim kostnaði sem venjulega kostar að setja upp síðu.
 •  

Er þessi pakki að henta þér ?

Hann er fyrir þig ef >>>

Þú þarft vefsíðu fljótt

Þú veist nákvæmlega hverju þú vilt ná fram með síðunni

Þú getur haft allt efni tilbúið á tölvutæku formi við upphaf verksins

Hann er ekki fyrir þig ef >>>

Þú veist ekki hverju þú vilt ná fram með síðunni

Þú ert ekki með allt efni tilbúið

Þú þarft auka virkni eins og netverslun, áskriftarvef, kennsluvef eða eitthvað í þá áttina.

Hvað er innifalið í Staðlaða pakkanum "Stærri"

Pakkinn kostar frá 150þ + vsk

 • Uppsett WordPress vefsíða með fyrirfram völdu útliti, fyrirtækjamerki, vörumerki og myndum.
 • Allar síðurnar eru settar upp með OceanWP þema og sérunnu undirþema sem er gert bara fyrir þig.
 • Sérvaldar viðbætur eru settar upp og tilbúnar til notkunar á vefsíðunni þegar við höfum lokið við hana. Þessar völdu viðbætur eru: Yoast SEO leitarvélabestunar tól, Akismet ruslpóstvörn og JetPack öryggisviðbót.
 • Einnig getum við sett upp fleiri vinsælar viðbætur eins og póstlistaskráningu, önnur skráningarform, dagatal og fleira sem ekki flokkast undir sérhannaða síðu.
 • Einnig getum við lagað til fréttakerfið og boðið upp á nokkrar leiðir til að láta fréttir birtast á síðunni.
 • Þú getur valið úr fleiri fyrirfram ákveðnum útlitum, heldur en í staðlaða pakkanum „minni“, þar sem þú getur valið það sem hentar þér best. Þau verða aðlöguð með þínu vörumerki, fyrirtækjamerki, litum og myndum, ásamt því sem minni háttar útlitshönnun verður framkvæmd til að mæta þínum þörfum.
 • Áður en við byrjum, þá höldum við fund með þér og festum nákvæmlega niður hvernig þú vilt að síðan þín komi til með að verða.
 • Það er gott að hafa einhvern sem er með 100% athygli á þína síðu, þannig að lokum er allt sem þú vildir fá, tilbúið fyrir lokafrestinn sem við lofuðum.