Við erum tölvudeildin þín.


Vefskjól býður upp á alhliða tölvuþjónustu fyrir smærri fyrirtæki og stofnanir. Smærri fyrirtæki hafa oft ekki burðarþol til að halda úti sinni eigin tölvudeild. Þar komum við til skjalanna. Sinntu því sem þú gerir best og láttu okkur sjá um tölvumálin. Hjá okkur er mikið lagt upp úr persónulegri þjónustu og hagstæðum kjörum. Við höfum allan viðbragðstíma í lágmarki og sjáum um að fyrirbyggjandi aðgerðir séu ávalt hafðar að leiðarljósi.

Þegar við tökum við þjónustu við fyrirtæki, er tölvukerfi fyrirtækisins yfirfarið og göngum úr skugga um að uppsetning kerfisins sé eins og best verður á kosið og bestu lausnir séu nýttar.

Við ráðleggjum viðskiptavinum okkar um kaup á vél- og hugbúnaði og kemur sér vel að Vefskjól er óháð fyrirtæki.

Fjarþjónusta


Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á að þjónusta þá í gegnum fjarþjónustu þegar það gengur upp. Við það styttist þjónustutíminn til muna og auðveldar alla þjónustu við viðskiptavini..

Viltu vita meira?
Hafðu samband við okkur


Hafa samband